Opinn fyrirlestur um sjálfbærni í arkitektúr frá Arnhildi Pálmadóttur
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt FAÍ, verður með fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku á morgun, þriðjudaginn 5. mars kl. 17. Þar mun hún fjalla um eigin verkefni og aðferðafræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Fyrirlesturinn er á ensku og opinn öllum.
Tilefnið er samstarfsverkefni á milli arkitektúrdeildar þýska háskólans, HAWK (Hochschule für Angewandte Wissenschaft und Kunst) í Hildesheim, og Listaháskóla Íslands þar sem nemendur hafa verið í vinnustofu sem tengist nýjum Listaháskóla í Tollhúsinu og endurnýting byggingarefna undir yfirskriftinni Reusing Recycling Rebuilding „Transforming Tollhúsið“.
Fyrirlesturinn verður á ensku, en í honum mun Arnhildur fjalla um eigin verkefni og aðferðarfræði í átt að sjálfbærum arkitektúr. Efnið tengist sýningunni Wasteland í Norræna húsina, sem dansk-íslenska nýsköpunar og arkítektastofan Lendager stendur að, en Arnhildur er einn eiganda Lendager á Íslandi.