And Anti Matter í KIOSK
Skapandi vinnustofan And Anti Matter bætist við flóru hönnunarverslunarinnar Kiosk með fatalínuna "Anti Work" sem samanstendur af einstökum handgerðum og -prentuðum frönskum vinnufötum.
Hver flík er með áprentuðum teikningum eftir hjónin Baldur&Þórey sem eru nokkurs konar samtal þeirra á milli, hver teikning fyrir sig er prentuð og staðsett sérstaklega sem gerir hverja flík einstaka. Línan kemur í takmörkuðu upplagi í svokölluðum droppum yfir árið.
Línan verður frumsýnd á viðburði í Kiosk föstudaginn 1. mars kl. 17 - 19. Hver sem setur "going" við viðburðinn á Facebook á möguleika á að vinna bol úr línunni. Meira hér.
Léttar veitingar í boði frá Lady Brewery.
AND ANTI MATTER / OG ANDEFNI (&AM) er skapandi vinnustofa stofnuð í október 2016. Þar vinna þau Þórey Björk Halldórsdóttir (hönnuður) og Baldur Björnsson (mynd- og raftónlistarmaður) verk, hluti og upplifanir á mörkum hönnunar og myndlistar þar sem þau tvinna saman hæfileika hvors annars í nýjar nálganir.
Verkin, sem oftast eru búin til í tengslum við sýningar, vinna þau oftast í takmörkuðu upplagi og flokkast vörur þeirra sem “collectable design” sem ekki sést mikið af hérlendis. Verkin eru unnin í ýmsa miðla - tvívíð verk í textíl og á pappír, þrívíð verk, hljóðverk og innsetningar.
&AM eru sannfærð um að staðir og fólk þurfi á fagurfræðilegu notagildi og nytsamlegum undarlegheitum á að halda í tilveru sína.