James Merry á DesignTalks 2024

Hönnuðurinn og listamaðurinn James Merry kemur fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks í Hörpu 24. Apríl. Hann er þekktur fyrir framúrskarandi handverk sitt og grímugerð.
“Það er eitthvað yfirnáttúrulegt við verk James, hvort sem það er fyrir merki á borð við Nike og Gucci, skartgripi eða samstarf við Björk.“Imaginarian” par excellence! - Hlín Helga, curator DesignTalks
HönnunarMars í ár speglar ástand heimsins í sirkusnum og DesignTalks tekst á við öfgar og ójafnvægi ýmiskonar. Í kosmísku kaosi er jafnvægis leitað og sirkushringurinn nýttur til að halda hugmyndum á lofti, spúa eldfimri snilld og fljúga hátt!
Ofgnótt upplýsinga, hráefnisskort, möguleika nærumhverfisins í hnattrænu samhengi, enduruppbyggingu, heimsfjölskylduna og innri ró mun bera á góma. Í þessum tælandi töfraheimi er allt mögulegt en undir yfirborðinu kraumar hið óvænta og stundum hið óþægilega.
Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024. Miðasala er í fullum gangi, en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!






