Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlýtur Prins Eugen orðuna

Pálmar Kristmundsson, arkitekt hlaut í gær Prins Eugen-orðuna fyrir framúrskarandi framlag til byggingarlistar. Orðan er veitt árlega af sænsku konungsfjölskyldunni til fimm einstaklinga frá Norðurlöndunum fyrir framlag sitt til listsköpunar.
Pálmar veitti orðunni móttöku við hátíðlega athöfn í sænsku konungshöllinni í gær og bættist þar með í góðan hóp íslenskra listamanna sem hafa hlotið orðuna í gegnum tíðina, eins og Jóhannes Kjarval, Erró, Rúrí, Sigurður Guðmundsson og Margrét Harðardóttir, arkitekt.

Pálmar er menntaður arkitekt frá danska arkitektaskólanum í Árósum og háskólann í Tókýó í Japan og á og rekur arkitektastofuna PK Arkitekta.
Við óskum honum innilega til hamingju með viðurkenninguna!