Project: Höfðaletur – Krot & krass

Krot & Krass gaf nýverið út bókina „Krot & Krass 2020 – Project: Höfðaletur“ en þau Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson eru ekki hvað síst þekkt fyrir vegglist og ítarlegar rannsóknir sínar á höfðaletri. Bókin er silkiþrykkt og telur 54 blaðsíður.
Ítarlegt viðtal við Elsu og Loka birtist í 7. tölublaði HA þar sem þau segja meðal annars:
Ætli það hafi ekki verið dulrænir eiginleikar höfðaletursins sem heilluðu okkur. Í graffinu er maður vanur að vinna með myndmál og letur sem getur verið torlesið fyrir þá sem ekki þekkja til. Höfðaletur og graffiti eiga það sameiginlegt; þeir skilja sem eiga að skilja.



