Ráðgjafardagur Hönnunarsjóðs og Icelandic Startups
Í síðustu viku fór fram ráðgjafardagur fyrir styrkþega Hönnunarsjóðs 2021 í samstarfi við Icelandic Startups. Fullur dagur af áhugaverðum fyrirlestrum og mentorafundum.
Dagurinn fór fram í Grósku og hófst með morgunkaffi og svo voru fyrirlestrar um viðskiptalíkan, tekjumódel, fjárfestingaumhverfið á Íslandi og um markaðssetningu erlendis. Fyrirlesarar voru Freyr Friðfinnsson og Sunna Halla Einarsdóttir, verkefnastjórar hjá Icelandic Startups, Magnús Ingi Óskarsson, ráðgjafi og Kristján Schram, ráðgjafi.
Eftir hádegi fengu teymin svo fyrirfram skipulagða mentorafundi sem voru 30 mín hver. Meðal mentora voru Kristjana Rós Guðjohnsen, Íslandsstofa, Ingi Björn Sigurðsson, Brum Funding, Þórunn Jónsdóttir, Poppins&Partners, Renata Blöndal, Krónan, Sigga Heimis, Rannís, Ingvar Helgason, Vitro Labs inc og Andri Már Kristinsson, Digido.
Við þökkum Icelandic Startups fyrir skipulag dagsins og óskum teymunum góðs gengis með framhaldið en það var mál manna að dagurinn hafi veitt góðan innblástur áfram.
Hér má sjá myndir frá deginum frá Víði Björnssyni: