Rýnifundur - Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð

13. janúar 2021
Basalt arkitektar

Rýnifundur um Miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð verður haldinn mánudaginn 25. janúar milli kl. 12.00-13.00. Á fundinum mun dómnefnd samkeppninnar fara yfir tillögur sem bárust í samkeppnina. Fundur verður fjarfundur og er hlekkur á zoom fund hér fyrir neðan.

Fjölmargir arkitektar og hönnuðir sýndu samkeppninni áhuga en alls voru innsendar tillögur 29 talsins og komu víðsvegar að úr heiminum. Keppendur settu fram hugmyndir sínar í samræmi við keppnislýsingu, s.s. byggingarform, innri og ytri tengingar, stærðir og umhverfi. Vegna fjölda tillagna mun dómnefnd fara yfir verðlaunatillögur sem og tillögur sem hlutu innkaup eða þóttu sérstaklega áhugaverðar. Ef óskað er eftir að dómnefnd fari yfir aðrar tillögur verður dómnefnd við þeirri beiðni. Hafa ber þó í huga að fundurinn er alls klukkutíma langur og er því miður ekki hægt að fara út fyrir þann tímaramma.

Dómnefndarálit

Dagsetning
13. janúar 2021
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Samkeppni
  • rýnifundur