Sértilboð til aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs vorið 2021 hjá Endurmenntun HÍ 

4. febrúar 2021

Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá vormisseris hjá Endurmenntun.

Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.

Skráning fer fram á heimasíðu Endurmenntunar. Til að virkja afsláttinn þarf að skrá kóða félagsins í reitinn "Athugasemdir". *Athugið að við skráningu sjáið þið óbreytt námskeiðsverð. Afslátturinn kemur fram á greiðsluseðli.

Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt síðan 1983 og er í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi. Hún hefur margþætt tengsl við íslenskt samfélag og teygir anga sína víða. Hlutverk Endurmenntunar er, með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu, að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi.

Allir félagsmenn aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkiktektúrs ættu að hafa fengið sendan afsláttarkóða í tölvupósti. Vinsamlegast hafið samband á info@honnunarmidstod.is ef kóðinn hefur ekki borist.

Dagsetning
4. febrúar 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög