Leirlistafélagið opnar 40 ára afmælisár með sýningunni Ljósker
Afmælisárið er metnaðarfullt og hlaðið áhugaverðum sýningum og viðburðum sem hefst á opnunarsýningu afmælisársins sem nefnist Ljósker í Hönnunarsafni Íslands yfir Vetrarhátíð í Garðabæ.
Kveikt verður á 44 ljóskerum fyrir utan Hönnunarsafn Íslands fimmtudaginn 4. febrúar frá klukkan 18-20. Viðburðinn er hluti af Vetrarhátíð í Garðabæ sem stendur yfir dagana 4. -7. febrúar. Kveikt verður á ljóskerunum alla dagana sem Vetrarhátíð stendur yfir og munu þau loga til kl. 20 á kvöldin.
„Félagsmenn Leirlistafélags Íslands ætla að lýsa upp skammdegið og kveikja á yfir 40 ljóskerum yfir vetrarhátíð. Kerin verða til sölu í gegnum safnbúðina á tímabilinu, kaupendur fá að taka kerin með sér strax, sem gerir innsetninguna líflegri og meira spennandi,“ segir Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, ein þeirra sem tekur þátt í sýningunni Ljósker.
Leirlistamennirnir sem taka þátt í Ljósker eru:
- Arnlaug Borgþórsdóttir
- Auðbjörg Bergsveinsdóttir
- Auður Gunnur Gunnarsdóttir
- Bjarni Viðar Sigurðsson
- Dagný Gylfadóttir
- Drifa Káradóttir
- Erna Jónsdóttir
- Guðrún Indriðadóttir
- Hafdís Brandsdóttir
- Halla Ásgeirsdóttir
- Halldóra Hafsteinsdóttir
- Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
- Ingunn Erna Stefánsdóttir
- jorinde chang
- Katrín Valgerður Karlsdóttir
- Kolbrún Sigurðardóttir
- Margrét Árnadóttir
- Margrét Jónsdóttir
- Ólöf Sæmundsdóttir
- Ragna Ingimundardóttir
- Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir
- Sigríður Helga Olgeirsdóttir
- Svetlana Matusa
- Þóra Breiðfjörð
- Þórdís Baldursdóttir