Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun á International Design Awards
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir vinnur gullverðlaun í flokknum Design for Society-Design for Sustainability á International Design Awards fyrir verkefnið Bioplastic Skin.
Í verkefninu Bioplastic Skin nýtir Valdís lífrænt plastlíki, sem unnið er úr dýrahúð, í nýstárlegar umbúðir fyrir kjötvörur. Um er að ræða vistvæna lausn sem leyst gæti einnota plastumbúðir af hólmi. Markmið þess er að vekja umræður um neyslumynstur nútímasamfélags, kjötneyslu og fullnýtingu dýraafurða.
Hér er hægt að lesa meira um verðlaunin.
Valdís hlaut sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova árið 2020 fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones þar sem dómnefnd hrósaði Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur.
Á dögunum birtist umfjöllun og viðtal við Valdísi hjá hönnunaritinu Dezeen. Lestu meira hér.