Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
Valdís Steinarsdóttir - Social change through design
Valdís Steinarsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í vöruhönnun 2017. Hún leggur áherslu á efnisrannsóknir og á að finna vistvænar lausnir á vandamálum nútímans. Með verkefnum sínum leitast hún við að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar, og koma á jákvæðum samfélagslegum breytingum með hönnun sinni. Hún var valin hönnuður ársins á Formex Nova verðlaununum 2020.
Viðtalið við Valdísi er hluti að seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.
Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.