Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna meginþema alþjóðlegrar arkitektúr ráðstefnu í Kaupmannahöfn

Sjálfbær framtíð-Skildu engan eftir! var þema alþjóðlegu ráðstefnunnar UIA (Union Internationale des Architectes/International Union of Architects) sem haldin var í Kaupmannahöfn 2.-6. júlí síðastliðinn. Meira en 6000 gestir mættu á ráðstefnuna frá 135 löndum þar sem í boði var 150 fyrirlestrar, kynning á 250 rannsóknum ásamt skálum víðsvegar að úr heiminum. Í lok ráðstefnunnar voru sett fram tíu markmið (The Copenhagen Lessons) en þar er tekinn saman sá lærdómur sem draga má að fyrirlestrum og fræðimönnum sem héldu erindi á ráðstefnunni. Arkitektafélag Íslands og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tóku þátt í ráðstefnunni m.a. með þátttöku í norræna skálanum þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.
Alþjóðleg ráðstefna arkitekta - UIA, er haldin á þriggja ára fresti, og er þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Norðurlöndunum. Megin þema ráðstefnunnar voru sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna og var efni fyrirlestranna síðan skipt upp í eftirfarandi flokka:
Hannað fyrir (Design for):
- Loftslagsaðlögun (Climate Adaption)
- Endurhugsaðar auðlindir (Rethinking Resources)
- Sveigjanleg samfélög (Resilient Communities)
- Heilsu (Health)
- Án aðgreiningar (Inclusivity)
- Samstarf til breytinga (Partnership for Change)
Í lok ráðstefnunnar voru sett fram tíu markmið (The Copenhagen Lessons) en þar er tekinn saman sá lærdómur sem draga má að fyrirlestrum og fræðimönnum sem héldu erindi á ráðstefnunni.
Markmiðin tíu/ The Copenhagen Lessons:
01: Dignity and agency for all people is fundamental in architecture, there is no beauty in exclusion.
02: People at risk of being left behind must be accommodated first when we construct, plan, and develop the built environment.
03: Existing built structures must always be reused first.
04: No new development must erase green fields.
05: Naturel ecosystems and food production must be sustained regardless of the built context.
06: No virgin mineral material must be used in construction when reuse is possible.
07: No waste must be produced or left behind in construction.
08: When sourcing materials for construction, local renewable materials come first.
09: In everything we build, carbon capture must exceed carbon footprint.
10: When developing, planning, and constructing the built environment, every activity must have a positive impact on water ecosystems and clean water supply.
Ljósmyndir frá ráðstefnunni











