Sjálfbær ferðamennska í norðri á HönnunarMars
Á HönnunarMars í maí fór fram samtal um hönnun, hreina orku og náttúruvernd í Grósku sem kynnti verkefnin Hönnun í náttúru, Hrein orka og Náttúruvernd sem eru angar af formennskuverkefni Íslands árið 2019 í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Gagnvegir góðir. Um var ræða viðburð sem kynnti hreina orku og ábyrga hönnun í þágu náttúrunnar.
Verkefnin þrjú endurspegla sameiginlegt markmið Norðurlandanna um að þróa ferðamennsku á sjálfbæran hátt, í ljósi tækifæra og áskorana ferðamennsku á svæðum þar sem viðkvæm, öflug og aðlaðandi náttúra er helsta aðdráttaraflið. Að viðburðinum stóðu Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Umhverfisstofnun og Orkustofnun sem fengu til liðs við sig fagaðila, hagsmunaaðila og ákvörðunarhafa í því skyni að ræða, sjá fyrir og greiða götu sjálfbærrar ferðamennsku í norðri.
María Ellingsen var fundarstjóri og stýrði pallborðsumræðum, en í panel sátu Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála-, viðskipta-, og menningarmálaráðherra, Orri Páll Jóhannsson, þingmaður, nefndarmaður í umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis og Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, Halldór Eiríksson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og formaður Samark og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs flutti ávarp í upphafi viðburðar og í kjölfarið voru erindi frá Önnu Margréti Kornelíusdóttur, sérfræðingi hjá Íslenskri Nýorku, Kristínu Ósk Jónasdóttur, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Önnu Maríu Bogadóttur, ráðgjafi hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Hér má sjá myndir af viðburðinum frá Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara