Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, nú Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
Í skýrslunni er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar og fjármál. Stiklað á stóru er varða stærstu verkefnin, HönnunarMars, HA - tímaritið, Hönnunarsjóð, Góðar leiðir og Hönnunarverðlaun Íslands. Sömuleiðis er farið yfir samstarfsverkefni innlend sem erlend og yfir verkefnaáætlun 2020, þar sem margir liðir eru nú þegar komnir í framkvæmd enda langt liðið á þetta fordæmalausa ár.
Skýrslan er ætluð til upplýsinga og fróðleiks um starfssemi, lykilmálefni og verkefni Miðstöðvarinnar. Studio Studio sá um hönnun skýrslunnar.
Ef það vakna einhverjar spurningar má hafa samband við skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs á info@honnunarmidstod.is.
Víða á Norðurlöndum hefur verið lögð áhersla á hönnun í þróun atvinnulífs og samfélags, fyrst sem vörumiðaða hönnun, sbr. mannvirki, húsmuni og fatnað sem hefur skapað verðmæt störf, þekkingu, gæði og grunn fyrir skilningi á nýjum greinum hönnunar. Í dag er þróunin að færast yfir til óefnislegrar hönnunar og hönnunarferla sem bæta upplifun, gæði og auka notagildi. Fjárfestingar í hönnun geta aukið samkeppnishæfni fyrirtækja og stjórnvöld geta nýtt aðferðir hönnunar til að ýta undir stórar umbætur í samfélaginu og til að takast á við flóknar alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsbreytingar.