Gæði í manngerðu umhverfi - Stefna nýrrar stjórnar AÍ
Ný stjórn Arkitektafélags Íslands var kosin á aðalfundi félagsins miðvikudaginn 24. febrúar sl. Í nýrri stjórn félagsins eru: Sigríður Maack (formaður), Helga Guðrún Vilmundardóttir (gjaldkeri) og Jóhanna Høeg Sigurðardóttir (ritari). Á aðalfundi félagsins var samþykkt ályktun um að stjórn AÍ beitti sér fyrir umræðu, rannsóknum og skilgreiningu á gæðum í manngerðu umhverfi til að efla umhverfisvitund í ljósi þeirrar áskorunar sem samfélagið stendur frammi fyrir.
Nýkjörin stjórn AÍ tók þessari metnaðarfullu áskorun frá aðalfundi fagnandi og setti í kjölfarið niður stefnu fyrir stjórn þessa starfsárs (feb 2020/feb2021) þar sem Gæði í manngerði umhverfi er í brennidepli. Stjórn hefur þegar fundað með öllum nefndum félagsins þar sem stefna stjórnar var m.a. kynnt.
Við hvetjum alla félagsmenn að kynna sér stefnu stjórnar og hafa samband við skrifstofu AÍ, ai@ai.is, ef þeir vilja leggja málinu lið.