Stikla - ANITA HIRLEKAR

Fatalína Anítu Hirlekar fatahönnuðar fyrir haust/vetur 2018 er innblásin af handverkshefðum, færðum í nútímalegan búning. Líkt og í fyrri línum leggur Aníta áherslu á handgerðan textíl – að þessu sinni prent, þæfingu og útsaum – til að skapa einstakar og vandaðar flíkur. Lesa má viðtal við Anítu sem birtist í 5. tbl. HA á hadesignmag.is.
