Stikla - Listasafnið á Akureyri
Ný salarkynni Listasafnsins á Akureyri voru nýlega opnuð almenningi eftir gagngera endurskipulagningu og endurbætur. Verkið var unnið undir stjórn Kurt og Pí arkitekta sem við útfærslu verksins leituðust við að vísa í sögu hússins sem hýsti upphaflega Mjólkursamlag KEA.
Meðal breytinga má nefna nýja og fullkomna sýningarsali, nýjan inngang, tengibyggingu út í Ketilhús, nýjan aðalstiga, kaffihús og safnbúð.