Stikla - Ragna Ragnarsdóttir
Hönnuðurinn Ragna Ragnarsdóttir leitast við að kanna möguleika í framleiðsluferlinu sem geta leitt til einstakrar útkomu, hvort sem um er að ræða smávöru, skúlptúra eða húsgögn. Ragna, sem útskrifaðist úr ENSCI-Les Ateliers árið 2016, hefur víða vakið eftirtekt fyrir frumlega og forvitnilega nálgun á bæði form og efni. Ragna hlaut hönnunarverðlaun Grapevine 2018 fyrir vörulínuna „MAIN D’ŒUVRE“ og er tilnefnd til Formex Nova-verðlaunanna 2018.