Straumar frá Bretlandseyjum – Rætur íslenskrar byggingarlistar
Bókin er eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis þeirra. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Bókin kom út í dag.
Menn hafa þörf fyrir að þekkja uppruna sinn, menningu og sögu. Sagan veitir okkur sameiginlegt minni. Hún gefur tilfinningu fyrir stað, tengslum, stund og samfélagi. Til að skilja byggingarsöguna þarf að leita út fyrir landsteinana en þar liggja rætur hennar og uppruni. Norrænum áhrifum hafa verið gerð nokkur skil í byggingarsögunni en minna hefur farið fyrir umfjöllun um keltnesk og önnur áhrif frá Bretlandseyjum.
Fjölmargar myndir (240) prýða bókina en Hjördís og Dennis ljósmynduðu vel flest mannvirkin sem fjallað er um í því. Auk þess að vera höfundar bókarinnar eru Hjördís og Dennis einnig bókarhönnuðir og útgefendur hennar.
Bókin fæst í eftirfarandi bókabúðum: Penninn/ Eymundsson, Forlagið og Bóksala stúdenta.