Sumarhátíð Arkitektafélags Íslands
Í tilefni af sumarkomu ætlar Arkitektafélag Íslands að boða til sumarfagnaðar miðvikudaginn 19. júní kl. 20.00 í Gufunesi.
Þar verður hægt að skoða og upplifa 1. árs verkefni arkitektanema í LHÍ en nú á vorönn bæði hönnuðu þau og byggðu sjósundsbryggju við Gufunesið, Kötlu. Fyrir þá alla hugrökkustu er auðvitað hægt að stinga sér til sunds og þá er bara að mæta með sundföt og handklæði. Þá verður einnig opin sýning um verkefnið í slökkviliðsstöðinni í Gufunesi en þar er einnig að finna þónokkrar arkitektastofur.
Hlökkum til að skála fyrir sumrinu með ykkur!