Gagarín, Kvorning Design og Rintala Eggertsson sigra hönnunarsamkeppni um sýningu í norræna skálanum á World Expo í Japan 2025
Tilkynnt hefur verið um sigurvegara í hönnunarsamkeppni um gagnvirka sýningu fyrir World Expo sem haldin verður í Osaka, Japan á næsta ári. Íslenska hönnunarstofan Gagarín, norsk/íslenska arkitektastofan Rintala Eggertsson og danska stofan Kvorning Design urðu hlutskörpust með hugmynd sem fjallar um lífið á Norðurlöndunum með áherslu á gildi, nútíma samfélög, vitundarvakningu og hið eilífðar samband við náttúruna.
Þema sýningarinnar er traust og samvinna. Sýning sem fer fram 13. apríl - 13. október 2025 er fjölsótt en búist er við að um 28 milljón manns heimsæki sýninguna á því tímabili.
Að sögn Kristínar Evu Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Gagarín er mikill heiður og viðurkenning að fá að hanna sýningarskála sem er kynningarvettvangur fyrir öll Norðurlöndin en þetta er fyrsta sýningarverkefni fyrirtækisins í Asíu.
Kvorning Design, Rintala Eggertsson Architects og Gagarin eru meðal reynslumestu sýningingarhönnuðum á Norðurlöndunum og hafa skapa ótal sýningar og söfn á síðustu árum.
Auk Gagarín, Kvorning Design og Rintala Eggertsson eru fyrirtækin Exponex, Wintenex, Habegger og Rei Matsumoto hluti af framleiðsluteyminu.
„Þessi hópur af hönnuðum hefur verið einstaklega skemmtilegur að vinna með og ferlið hefur verið mjög gefandi," segir Dagur Eggertsson, arkitekt hjá Rintala Eggertsson.
Japan er þriðja stærsta hagkerfi heims og þar eru mikil viðskiptatækifæri fyrir norræn fyrirtæki. Norðurlöndin verða með sameiginlegan skála þar sem þau munu vinna saman að því að efla viðskiptasambönd landanna á þessum markaði. Lögð verður sérstök áhersla á að kynna grænar lausnir á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Þátttaka Íslands er samvinnuverkefni utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu.
Sýningarskálinn
Þegar hefur verið hafið samstarf við franska fyrirtækið Rimond um byggingu sýningarskálans en útlit hans og form er tilbrigði við gamla húsagerð á Norðurlöndunum. Í stærstum hluta byggingarinnar verður sýningarsvæðið þar sem margmiðlunarsýning mun miðla til gesta sérstöðu Norðurlandanna og hvernig þau hafa unnið saman í áratugi að því að skapa eitt samþættasta svæði veraldar.