Sunna Örlygsdóttir með vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands
Hönnuðurinn Sunna Örlygsdóttir er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands til 30 janúar. Sunna stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.
Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi.
Sunna hefur óendanlegan áhuga á fatnaði og öllu sem viðkemur fatagerð. Það sem vekur sérstakan áhuga hennar er: allt sem er skrítið og úr takti, lúxus og íburðarmikil efni, tímafrekt handverk og aðferðir, óhefðbundnir hlutir og tíska sem mótast af útsjónarsemi
Vinnustofa Sunnu er staðsett í anddyri safnsins og þar geta gestir fylgst með vinnunni og verslað beint af hönnuðinum.
Sunna stendur fyrir námskeiði undir yfirskriftinni Fríhendis flóra. Um er að ræða tvö kvöld fimmtudaginn 2. des og fimmtudaginn 9. des. kl. 16.30 - 19.30. Hægt er að bóka sig á námskeiðið í gegnum tix.is.