Taktu þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi
Taktu þátt!
Þér er boðið til samtals um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Taktu þátt í að skerpa fókusinn út frá brýnum málefnum svo sem húsnæðismálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, atvinnumálum, lýðheilsu og jafnrétti. Markmiðið er að móta markvissar tillögur um aðgerðir sem kynntar verða fyrir stjórnmálamönnum í aðdraganda kosninga.
Haldnir verða tveir vinnufundir undir stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuðar og ráðgjafa í Grósku sem hægt er að skrá sig á hér. Allir fundirnir eru með sama uppleggi svo nóg er að skrá sig á einn fund af þessum en takmarkað sætaframboð er á fundina:
- Miðvikudagur 30. júní 09-10:30
- Miðvikudagur 30. júní 11-12.30
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.