Taktu þátt í HönnunarMars 2023!
Frestur til að senda inn umsókn fyrir HönnunarMars 2023 rennur út fimmtudaginn 29. september.Hátíðin fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí og breiðir úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins.
Umsókn þarf ekki vera fullunnin fyrir þennan frest og gefst þátttakendum með samþykktar umsóknir færi á að uppfæra upplýsingar til 15. febrúar 2023.
Faghópur HönnunarMars, skipaður fulltrúum félaganna, Listaháskólans, Reykjavíkurborgar og hátíðarinnar, fer yfir allar umsóknir.
HönnunarMars er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009 þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast hönnun og arkitektúr þvert á fögin.
Á HönnunarMars breiða sýningar og viðburðir úr sér um höfuðborgarsvæðið þar sem gestum gefst tækifæri til að versla íslenska hönnun, sækja sér innblástur og kynnast grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins.
Venju samkvæmt verður fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar á stöðum á borð við á Hafnartorgi, í Ásmundarsal, Hörpu, Norræna húsinu, Grósku hugmyndahúsi, Elliðaárstöð, Gerðarsafni, Hönnunarsafni Íslands, Ráðhúsi Reykjavíkur og öðrum spennandi sýningarstöðum.
Vertu með!