Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs í samráðsgátt
Drög stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs hefur nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda af Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Stefnan inniheldur framtíðarsýn og markmið sem ætlað er að auka lífsgæði, skapa verðmæti og auka sjálfbærni með markvissri áherslu á málefni hönnunar og arkitektúrs.
Stefnan er unnin í breiðu samráði og þvert á ráðuneyti. Menningar- og viðskiptaráðuneyti í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leiðir vinnuna við mótun stefnu í málefnum hönnunar og arkitektúrs.
Öflugur hópur fag- og hagaðila hefur komið að vinnunni á öllum stigum.
Í lok maí fór fram vinnufundur vegna nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda í Grósku þar sem breiður hópur rýndi áherslusvið, mótaði aðgerðir, skilgreindi hindranir og forgangsraðaði. Hópstjórar unnu í kjölfarið úr tillögum sem starfsmenn ráðuneytis og Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs hafa dregið saman og sett fram í stefnuskjali.
Vinnan byggir á fyrri stefnuvinnu:
- Opnu stefnumóti hönnuða, arkitekta og hagaðila í júní 2021.
- Hönnun í öllum geirum, stefnumótun frá 2018, unnin fyrir tilstuðlan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
- Hönnunarstefna stjórnvalda 2014-2018 - hönnun sem drifkraftur til framtíðar. Verkefnið unnið fyrir tilstuðlan iðnaðarráðuneytis, mennta- og menningarnmálaráðuneytis og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Framundan er vinna við að útfæra og fjármagna aðgerðir sem byggja á henni.