Gleði og gaman á ársfundi
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram í Grósku þann 22. júní síðastliðinn. Bergur Finnbogason stjórnaði fundinum þar sem gestum gafst innsýn inn í starfssemi Jarðgerðafélagsins, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri fór yfir viðburðarríkt ár Miðstöðvarinnar og Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra kynnti drög að nýrri Hönnunarstefnu stjórnvalda.
Jarðgerðafélagið er frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur með hringrásarlausnir í bokashi jarðgerð fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga en að því standa Björk Brynjarsdóttir, samélagshönnuður og Julia Miriam Brenner, jarðvegsfræðingur.
Ný Hönnunarstefna stjórnvalda er nú í undirbúningi og unnið er útfrá vinnu sem fór fram í byrjun júní frá ólíkum hóp fagaðila. Ráðherra kynnti drögin á fundinum en Hönnunarstefnan mun fara í samráðsgátt stjórnvalda á næstu vikum.
Á fundinum var stjórnarmönnum , sem eru að hætta störfum, þakkað fyrir vel unnin störf.
Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna. Hér má sjá myndir af fundinum. Ljósmyndari: Víðir Björnsson