Úthlutun og Haustfagnaður AÍ - Takið daginn frá!
Þann 30. september verður úthlutað úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og haustinu fagnað með félagsmönnum AÍ. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í Grósku þennan dag en viðburður hefst kl. 17.00. Þar mun stjórn Minningarsjóðsins veita styrk úr sjóðnum. Í kjölfar styrkveitingarinnar verður haldinn haustfagnaður Arkitektafélag Íslands með almennri gleði og léttum veitingum, áfengum og óáfengum. Við hvetjum alla félagsmenn til mæta og láta sjá sig.
Hvenær: Fimmtudaginn 30. september kl. 17.00
Hvar: Grósku-hugmyndahúsi við Vatnsmýrina, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík
Alls bárust 12 umsóknir í Minningarsjóð Guðjóns Samúelssonar í ár en umsóknarfrestur um sjóðinn rann út 15. september síðastliðinn. Stjórn sjóðsins er þessa dagana að fara yfir umsóknir en það er ljóst að hún á erfitt val fyrir höndum. Alls mun stjórnin veita 1.500.000 kr. úr sjóðnum í ár.
Við vonum að þú sjáir þér fært að mæta og fagna með okkur!
Hlökkum til að sjá þig!
Stjórn AÍ og Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar