Verðlaunaafhending: Hugmyndaleit um skipulag í Gufunesi - Ný byggð við sjávarsíðuna
Verðlaunaafhending í hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu lóða í Gufunesi fer fram þriðjudaginn 29. júní kl. 12.15-13.15 í Katrínartúni 2. Léttar hádegisveitingar í boði.
Í lok mars efndi Fasteignaþróunarfélagið Spilda ehf í samvinnu við Arkitektafélag Íslands til hugmyndaleitar um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta byggingarreita/lóða við sjávarsíðuna í Gufunesi. Alls voru fimm teymi valin til þátttöku í hugmyndaleitinni en þau eru:
- TMMN, Tendra Arkitektur, MAD, MUD og NoMad
- Team G +, sem samanstendur af Felix, landscape, architects and planners, Jvantspijker & partners, og Andersen & Sigurdsson architects.
- KAMBAR, A2F arkitektum, Landmótun, Ferli verkfræðistofu og Myrru hönnunarstofu.
- Arkþing‐Nordic og Landhönnun
- s.ap arkitektar og Lendager
Í dómnefnd sátu:
- Anna Sigríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri útbjóðanda (formaður)
- Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt, FÍLA
- Gísli Reynisson, verkfræðingur frá útbjóðanda
- Karl Kvaran, arkitekt, FAÍ
- Kristín Brynja Gunnarsdóttir, arkitekt frá útbjóðanda