Vilt þú sitja í stjórn eða fulltrúarráði Myndstefs?

Höfundaréttarsamtökin Myndstef óska eftir tveimur aðilum, annarsvegar í stjórn og hinsvegar í fulltrúaráð samtakanna. Eitt helsta hlutverk fulltrúarráðs er að tilnefna í stjórn samtakanna og fundar ráðið alls 2x á ári. Stjórn Myndstefs eru æðstu stjórnendur samtakanna. Stjórn fundar mánaðarlega (10 mánuði ársins) en þar að auka geta samskipti og ákvarðanir verið teknar í tölvupóstsamskiptum þess á milli. Seta í stjórn Myndstefs er greidd (eins og er, er árleg greiðsla 250.000 kr greidd til stjórnarmanna, formaður fær tvöfalda greiðslu). Formaður stjórnar er valinn af stjórn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund (í ágúst 2023).
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja í fulltrúarráði samtakanna, vinsamlegast sendið póst á netfangið ai@ai.is, með grunnupplýsingum fyrir 15. desember.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja í stjórn Myndstefs. Þá er óskað eftir tilnefningum/upplýsingum fyrir 1. apríl 2023. Í apríl verður svo boðað til fundar þar sem farið verður yfir allar umsóknir sem hafa líst yfir áhuga.
Óskað er eftir upplýsingum um áhugasama um að sitja í stjórn á netfangið myndstef@myndstef.is með;
- Nafni viðkomandi
- Reynsla/ferill viðkomandi sem myndhöfundur
- Tengiliðaupplýsingar viðkomandi (sími og netfang)
- Ástæðu áhuga viðkomandi (ef einhver er)
- Aðrar upplýsingar sem gæti komið að gagni