Vinningstillaga um Leiðarhöfða vinnur verðlaun í alþjóðlegri arkitektakeppni
Vinningstillaga Landmótunar, HJARK og sastudio um Leiðarhöfða vann bronsverðlaun í flokknum “Future Projects: Civic” á World Architecture News Awards. Verðlaunin voru í flokki um Samfélagsleg rými, enda er Leiðarhöfðinn hugsaður sem aðlaðandi samkomustaður fyrir íbúa og gesta.
Hér er hægt að lesa nánar um WAN verðlaunin.
Vorið 2021 stóð Sveitafélagið Hornafjörður fyrir hönnunarsamkeppni um Leiðarhöfðann á Höfn og bar tillaga Landmótunar, HJARK og sasstudio sigur úr býtum. Að sögn Sæmundar Helgasonar, formanns dómnefndar, var tillagan spennandi, vel útfærð og líkleg til þess að efla svæðið sem bæði áfangastað og útivistarsvæði. Einnig var hún talin uppfylla meginmarkmið hugmyndaleitarinnar sem er að efla Höfn sem ferðamannastað og búsetukost, með því að bjóða upp á einstakan áfangastað sem byggir á sérstöðu svæðisins.
Hér er hægt að skoða vinningstillöguna.