Viltu taka þátt?
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu í stjórnir ólíkra verkefna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða eitt sæti í stjórn HönnunarMars, Hönnunarsjóðs, Hönnunarverðlauna og Hönnunarlauna og varamenn.
Framboð skulu að berast fyrir 20. mars á info@honnunarmidstod.is, þar sem þarf að koma skýrt fram um hvaða stjórn verið er að bjóða sig fram í. Framboði skal fylgja stutt ferilskrá og kynning að hámarki tvö A4 blöð. Vinsamlegast athugið að einungis félagsmenn fagfélaga Miðstöðvarinnar geta boðið sig fram.
Skráning í fagfélög fer fram á heimasíðum félaganna sem má nálgast hér.
Stjórn HönnunarMars – leitað er að einum fulltrúa í stjórn.
Í stjórn HönnunarMars sitja fimm fulltrúar, þrír fulltrúar hluthafanna níu sem kosnir eru á aðalfundi Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og tveir fulltrúar atvinnulífs. Gert er ráð fyrir að hver stjórnarmaður sitji amk. þrjú ár í stjórn, að hámarki sex ár og að einum sé skipt út á ári. Stjórnin fundar 5-7 sinnum yfir vetrartímann eða eins og þörf þykir.
Stjórn stuðlar að vexti og viðgangi HönnunarMars. Stjórn ber að gæta hagsmuna allra hluthafa. Stjórn leitast við að ná samstöðu um ákvarðanir án atkvæðagreiðslu. Stjórnandi HönnunarMars undirbýr fundi stjórnar og framkvæmdastjóri Miðstöðvarinnar tekur þátt í fundunum sem ráðgjafi.
Stjórn í Hönnunarsjóðs – leitað er að einum fulltrúa í stjórn og einum til vara.
Í stjórn Hönnunarsjóðs sitja fimm fulltrúar skipaðir til þriggja ára í senn, þrír eru skipaðir af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Tveir eru skipaðir af menningar- og viðskiptaráðuneyti og annar þeirra er jafnframt formaður stjórnar. Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands – leitað er að einum fulltrúa í stjórn og einum til vara.
þarf að búa yfir mjög góðri þekkingu á greinunum hönnunar og arkitektúrs, geta horft vítt yfir sviðið og verið fagleg og óhlutdræg. Mikilvægt er að vandað sé vel til verka við dómnefndarstörf. Dómnefnd er skipuð átta fagmönnum úr hópi hönnuða og arkitekta, þremur skipuðum af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, einum skipuðum af Hönnunarsafni, sem jafnframt er formaður, einum fulltrúa frá Listaháskóla Íslands, einum utanaðkomandi, einum erlendum fulltrúa auk. fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins.
Hönnunarlaun – leitað er að einum fulltrúa í stjórn og einum til vara.
Stjórn Miðstöðvarinnar tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá varafulltrúa í úthlutunarnefnd hönnunarlauna, hver fulltrúi situr í þrjú ár þannig að ávallt er einn nýr tilnefndur á ári. Fulltrúar sem valdir eru þurfa að vinna af fagmennsku, hafa mikla yfirsýn yfir breitt svið hönnunar og arkitektúrs og sýna hlutleysi. Einnig þarf að gæta jafnvægis milli greina og kynja
Um stjórnir
Fulltrúi sem tekur sæti í stjórn, ráði, nefnd eða vinnuhópi fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs situr fyrir hönd allra faghópa og þarf að hafa góða og yfirgripsmikla þekkingu á greinum hönnunar og arkitektúrs, vinna faglega og sýna hlutleysi. Unnið er á breiðu sviði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og verkefnin sem unnið er að þurfa að þjóna mörgum.
Gæta skal að jafnvægi á milli greina, kynja og aldurs við val á fulltrúum í stjórnir, ráð og nefndir.
Í stjórnum og nefndum er almennt miðað við þrjú ár en mögulegt er að gefa kost á setu í tvö tímabil eða sex ár, hófleg þóknun er greidd fyrir setu í stjórn. Hér má kynna sér stjórnir
Kynning nýrra stjórnarmeðlima fer fram á aðalfund Miðstöðvarinnar þann 4. apríl milli kl. 16.30 - 18 í Grósku að lokinni kosningu hluthafaráðs.