Samkeppnir fyrirhugaðar á haustdögum
Til upplýsinga fyrir félagsmenn þá lítur allt út fyrir að það verði fjöldi samkeppna sem mun fara af stað núna í haust. Reykjavíkurborg í samvinnu við Arkitektafélagið mun standa fyrir þónokkrum samkeppnum, eins er Borgarbyggð að fara af stað með stóra samkeppni um nýja 3000 manna byggð og svo eru fleiri samkeppnir í umræðu sem gætu orðið að veruleika.
Form og tímalínur samkeppna eru ekki orðnar ljósar en samkeppnir verða auglýstar um leið og hægt er. Tilgreint form á samkeppnum hér fyrir neðan gæti tekið breytingum.
Samkeppnir sem verða auglýstar núna í haust/vetur eru eftirfarandi:
- Samkeppni um sundlaug í Fossvoginum-Form enn í mótun
- Samkeppni um endurbætur á Laugardalslaug-Opin tveggja þrepa framkvæmdasamkeppni
- Samkeppni um nýjan leikskóla í Breiðholti-Opin eins þrepa framkvæmdasamkeppni
- Samkeppni um danshús í Breiðholti-Opin eins þrepa framkvæmdasamkeppni
- Samkeppni í nýjan skóla í Vogabyggð-Opin tveggja þrepa samkeppni
- Samkeppni um rammaskipulag í Borgarbyggð, ný 3000 manna byggð-Form enn í mótun.