Alexande Jean Le Sage de Fontenay
Þverfaglegar aðferðir, ný sjónarhorn og aðrar sjónrænar uppgötvanir heilla mig. Í því felst að rífa fortíðina upp með rótum með með ólíkum aðferðum / afleiðingum. Samvinna er skapandi ferli sem ég hef gaman af. 🤝
Ég er með BA gráðu í Grafískri hönnun (Listaháskóli Íslands, júní 2021). Ég kláraði skiptinám í Grafískri hönnun og grafískri myndlist við Estonian Academy of Art (EKA) í Tallinn árið 2020. Ég er einnig með BA í listfræði/kvikmyndafræði frá Háskóla Íslands. 🌀
Weimar Walking: Prentútgáfa í 100 eintökum, fyrir ritgerðir nemenda um sýningarstjórnuná tímum COVID-19. Stofnun: Bauhaus-listaháskólinn í Weimar og NOVA verkefnarými. Útgefandi: Lucia Verlag
Leturtákn fyrir íslensku raftónlistarútgáfuna Sweaty Records árið 2021.
Plötuumslag fyrir hinn íslenska Volruptus og ástralska Jensen Interceptor. Útgáfa: íslenska raftónlistarútgáfan Sweaty Records í Berlín árið 2021.
Myndskreyting eftir Björn Heimir Önundarson. Leturhönnun og umbrot eftir mig.
Sýningarskrá fyrir samsýninguna ‘Öll brögð möguleg’. 500 sýningarskrár voru risograph-prentaðar af ‘Prenti og vinum’ í bubblegum, bláu og svörtu á 150g Munken Polar Rough pappír.
Diskó í Studio 54 í New York. / Acid house á The Haçienda í Manchester. / Techno hjá Berghain í Berlín. ‘The Power To Arouse Curiosity’ er nýja risógraph prent sem fagnar klúbbmenningu, tjáningarfrelsi og sköpunargáfu.
Silkiþrykk og veggspjaldahönnun fyrir verkstæðissýninguna 'Pressa' á Seyðisfirði 2020. Þar má sjá prentvél í eigu Dieter Roth og svo nýtti ég ‘Seperat’ — fallega leturgerð eftir Or Type á leikrænan hátt.
Tvíhliða, A1 veggspjald með myndrænum þráðum og upplýsingum úr BA-ritgerðinni minni. Önnur hliðin er helguð íslensku vínylplötunni og hin árin 1975-80 — mikilvægur tími í árdaga íslenskrar tónlistarframleiðslu.
Risograph prent innblásið af Seyðisfirði með keim af seventís Dieter Roth. Spurningar um heimili vakna. Miðpunktur athyglinnar er appelsínugulur, bústinn og svalur köttur sem laumast í kringum ruslatunna í hverfinu mínu í Reykjavík. Mjá.
‘Encouragements’ (2020)
vatnslitur, spreimálning, varalitur og kol á 150g Hahnemühle pappír • 29,7 x 42 cm • Sería af 5 / Upplag: 1
Sýningin mín „DRA$L“ sem var til sýnis í verkefnarýminu FLÆÐI í tvær vikur sumarið 2020. Tilraunaferli þar sem hita- og risographprentun er blandað saman. Sambandið á milli þess fagurfræðilega og ljóta skoðað.