Vignir Freyr Helgason
Vignir Freyr Helgason er reyndur arkitekt sem hefur unnið við margskonar verkefni innan arkitektúrs, skipulags og rannsókna. Sérsvið hans er verndun og þróun byggingararfs þar sem hann hefur unnið við, skrifað og haldið fleiri fyrirlestra um sjálfbæra þróun verndunarsvæða í byggð og umbreytingar á byggingum og borgarumhverfum. Hann vinnur nú að doktorsverkefni sínu og rannsóknum við arkitektaskólann í Osló (AHO) tengdum staðargæðum í stefnumótun, verndun og þróun borga.