Halla Helgadóttir
Framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, með víðtæka reynslu sem hönnuður og stjórnandi. Halla er grafískur hönnuður að mennt, heiðursfélagi í FÍT og starfaði í eigin fyrirtæki í 20 ár. Hún hefur stofnað til og tekið þátt í fjölmörgum stefnumótandi og nýskapandi verkefnum á Íslandi og erlendis og um leið öðlast þekkingu og reynslu af því að vinna þvert á starfgreinar hönnunar og arkitektúrs, með fyrirtækjum og stjórnvöldum og á sviði skapandi greina.
HönnunarMars er árleg hátíð hönnunar og arkitektúrs í Reykjavík. Fyrst haldin í mars 2009.
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum. Mynd Rán Flygenring.
Hönnunarverðlaun Íslands hafa verið veitt síðan 2014, hönnunarfjárfesting ársins síðan 2015 og heiðursverðlaun síðan 2019.
HA tímarit um hönnun og arkitektúr kom úr tíu sinnum á fimm árum frá 2015-2020.
DesignTalks er alþjóðleg ráðstefna og lykilviðburður HönnunarMars sem varpar ljósi á hlutverk og áhrifamátt hönnunar og arkitektúrs á samfélagið. Haldinn síðan 2009.
Skilgreining og myndræn framsetning á skapandi greinum frá 2019.
Myndrænt yfirlit / útskýring á skapandi greinum frá 2019.
Hönnun bókar / leiðarvísis um nýopnaða grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands frá 2004.