Bjarki Gunnar Halldórsson
Bjarki útskrifaðist frá Arkitektskolen Aarhus árið 2008 og lauk einnig diplómanámi í listkennslufræðum frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur starfað í London og í Reykjavík að fjölbreytilegri flóru verkefna og jafnframt sinnt ritstjórnarstörfum, greinaskrifum og verkefnum á sviði kennslu. Bjarki leggur ríka áherslu á að efla hið félagslega samhengi sérhvers verkefnis, svo skapa megi stað til að bregða á leik og njóta stundarinnar.