Bára Finnsdóttir
BÁRA FINNSDÓTTIR (* 1988, Reykjavík, Ísland) er búsett í Berlín og lauk B.A. og M.A.(2018) í textíl- og yfirborðshönnun við listaháskólann Kunsthochschule Berlin Weissensee. Verkefni hennar einkennast af tilraunakenndum efnisrannsóknum þar sem efni eru könnuð og gefin nýr tilgangur/samhengi með vinnslu eða samsetningu þeirra. Hverslags verk fyrir rými og innsetningar sem og skýrskotanir í sjálfbærni og náttúru eru henni hugleikin viðfangsefni.
SHAPING PAPER. Verkefnið byggir á rannsóknum um formbreytingar plantna við rakamissi og nýrri tækni sem gerir tilraunir með „fyrirfram-forritun“ efna.
Andstæð efniseinkenni pappírsins, ásamt valinni þurrkunaraðferð og lagningu pappírsefnanna, hafa áhrif á formsköpunina frá tvívíðu röku ástandi í þrívítt þurrt ástand.
Verkefnið dragur fram marghliða valkosti á framleiðslu og notkun náttúrulegra trefjaefna í sjálfbæru, tæknilegu og skapandi samhengi.
Pappírsstrúktúrarnir eru settir í samhengi við ýmis notagildi, t.d. sem stakar einingar fyrir tilraunakenndar pakkningar eða matarupplifanir. Samsettir í stærri fleti til notkunar innanhúss, gefa þeir lífrænt yfirbragði til rýmisins.
SOUNDFLOW. Hugmyndavinna í samkeppni fyrir rýmisinnsetningu heilsulyndar í þýskalandi. Textíl-og hljóðinnsetningin var samstarfsverkefni úr tónlistar og hönnunargeiranum. Verkefnið er innblásið af róandi áhrifum vatnsyfirborðs.
UFO STUDIOS. Samstarf við textílhönnuðinn Dominyka Sidabraite. Hljóðeinangrandi, handlituð dyratjöld, ábreiða fyrir flygil og ábreiða fyrir mix-púlt.
MOUNTAIN CRAY. Dulúð, drungi og persónuleiki íslenskra fjalla var fangað í sjónrænu og hljóðrænu samspili. Sérstakar hljóðbylgjur fyrir hvert og eitt fjall var skilgreint og fengu þannig sýna eigin rödd.
Samstarfsverkefni við hönnuðinn Petru Valdimarsdóttur og upptökustjórans Hjálmars Arnar Gunnarssonar. Verkið var sýnt á listahátíðinni List í Ljósi.