Ýr Jóhannsdóttir
Ýr er textíl hönnuður og listakona frá Íslandi búsett í Berlín, starfandi undir nafninu Ýrúrarí. Verkefni Ýrar byggjast að mestu á prjóni þar sem húmor, líkamshreyfingar og hversdagsleikinn mætast í klæðnaði. Undanfarin ár hafa verkefni Ýrar að mestu byggst á að gefa notuðum fatnaði nýtt gildi sem einstök hönnunarvara eða aukið persónulegt gildi í sýnilegum fataviðgerðar smiðjum. Ýr er með BA gráðu í textíl hönnun með áherslu á vélprjón frá GSA og M.Art.Ed gráðu frá LHÍ
Peysa með öllu (2020) samstarfsverkefni Ýrúrarí og fatasöfnun RKÍ þar sem ósöluhæfar peysur öðlast nýtt líf. Verkefnið var tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands og sýnt á Hönnunarmars 2020. (Ljósmynd: Gunnlöð Jóna)
Peysa með öllu (2020) tískusýningargjörningur á Hönnunarmars undir leikstjórn Snæfríðar Sólar Gunnarsdóttur.
Brot af útkomu fataviðgerðarsmiðjunnar "Turn a sweater into a friend" á ráðstefnu Pictoplasma í Berlín 2021.