Ýr Jóhannsdóttir
Ýr er textíl hönnuður og listakona frá Íslandi búsett í Berlín, starfandi undir nafninu Ýrúrarí. Verkefni Ýrar byggjast að mestu á prjóni þar sem húmor, líkamshreyfingar og hversdagsleikinn mætast í klæðnaði. Undanfarin ár hafa verkefni Ýrar að mestu byggst á að gefa notuðum fatnaði nýtt gildi sem einstök hönnunarvara eða aukið persónulegt gildi í sýnilegum fataviðgerðar smiðjum. Ýr er með BA gráðu í textíl hönnun með áherslu á vélprjón frá GSA og M.Art.Ed gráðu frá LHÍ