Dennis Davíð Jóhannesson / ARKHD
Dennis lauk MArch námi við University of Strathclyde í Glasgow, Skotlandi. Hann rekur stofuna ARKHD-Arkitektar Hjördís & Dennis ásamt Hjördísi Sigurgísladóttur. Þau hafa unnið til verðlauna m.a. um Sendiherrabústað Íslands í Berlín, viðbyggingu við Laugarnesskóla í Reykjavík og lítið garðhús í Alþjóðlega Sýningarverkefninu “Kolonihaven The International Challenge”. Þau eru höfundar bókarinnar Straumar frá Bretlandseyjum-Rætur íslenskrar byggingarlistar sem kom út 2021.