Eva Huld Friðriksdóttir / Stika
Eva Huld er annar tveggja stofnanda Teiknistofunnar Stiku. Í verkum sínum leggur Stika áherslu á samfélagslega nálgun, breitt samtal og sértækar lausnir. Verkin eru fjölbreytileg, frá borgarhönnun og skipulagi til bygginga og sýningarhönnunar.
Félagsheimili Stangaveiðifélags Selfoss við bakka Ölfusár.
Elliðaárstöð kaffihús þar sem gróðurhús tengir eldri byggingu við endurgerða gamla hlöðu (með hönnunarhópnum Terta).
Tillögur að legu Borgarlínu, staðsetningu Borgarlínustöðva og uppbyggingamöguleika við Nauthólsveg. Unnið fyrir Reykjavíkurborg.
Aðstöðuhús og félagsheimili fyrir Brokey, Siglingafélag Reykjavíkur, á Ingólfsgarði.
Íbúðakjarni fyrir fatlað fólk, hannað fyrir Félagsbústaði.