Inntökuskilyrði
Inntaka nýrra félaga í Leirlistafélag Íslands er háð inntökureglum SÍM
Umsóknir skulu vera vandaðar.
Til að hafa rétt til inngöngu í Leirlistafélag Íslands þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Að hafa lokið viðurkenndu námi í myndlist við viðurkenndan listaskóla, eða sem svarar a.m.k. tveggja ára námi að loknu stúdentsprófi, eða sambærilegu námi. Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum:
- Önnur menntun í myndlist (að lágmarki samtals 2 ár) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi stofnunar.
- Ein eða fleiri einkasýningar í opinberum sýningarstöðum. Staðfesting fylgi.
- Þátttaka í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum. Staðfesting fylgi.
- Verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi. Staðfesting fylgi.
- Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd. Staðfesting fylgi.
- Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun. Staðfesting fylgi.
- Umsókn skal send á leirlistafelagislands@gmail.com