Þriðjudagsfyrirlestur AÍ-Making temporary homes: Why meanings and activities matter
Á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins mun Marjolein Overtoom, arkitekt og sálfræðingur, halda fyrirlestur um doktorsrannsókn sína, Að búa til tímabundin heimili: Hvers vegna áform og athafnir skipta máli. Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 í Fenjamýri í Grósku, Bjargargötu 1.
Marjolein Overtoom er sérfræðingur í samspili fólks og byggðs umhverfis. Hún er með gráður í bæði arkitektúr og umhverfissálfræði og doktorsrannsókn hennar fjallaði um tímabundið húsnæði og tengsl merkinga og athafna íbúa við bústað þeirra, með það að markmiði að þróa „verkfæri“ fyrir arkitekta til heimilishönnunar.
Um fyrirlesturinn:
Hvernig hannar maður heimili fyrir fólk sem maður þekkir ekki? Heimili er ekki það sama og hús, og það að hanna hús þýðir ekki endilega að það verði heimili fyrir íbúana. Heimilið fær merkingu frá íbúunum, með eignarhaldi, aðgangi að næði, félagslegum tengslum, rótfestu, hugmyndum um framtíðina og því að endurspegla sjálfan sig. Það er mismunandi milli fólks hvaða merkingar skipta það mestu máli, og hvernig þessar merkingar eru framkvæmdar og endurspeglast í heimili þess. Á tímum þar sem flest húsnæði er hannað án samráðs við framtíðarbúa, gæti það að samþætta merkingar heimilis og athafnir í hönnunarferlinu bætt húsnæðishönnun.
Marjolein býður upp á ráðgjöf á notendamiðaðri, vísindalega rökstuddri arkitektúrhönnun. Rannsóknir Marjolein byggjast á vísindalegum aðferðum úr umhverfissálfræði, þar á meðal bæði eigindlegum og megindlegum nálgunum.
---------------------------------------------------
Making temporary homes: Why meanings and activities matter
Tuesday 3 September 8 PM
Gróska, Bjargargata 1
How do you design a home for people you do not know? A home is not the same as a house, and designing a house does not necessarily mean it will be a home for the residents. A home is imbued with meanings by the residents, through appropriation, privacy control, social connections, rootedness, ideas about the future, and representing oneself. There are differences between people in which of these meanings are important to them, and how these meanings are acted upon and reflected in someone’s home. In a time when most housing is designed without any consultation with the future residents, integrating meanings of home and activities in the design process could improve housing design.
Marjolein Overtoom is an expert on the interaction of people and the built environment. With degrees in both architecture and environmental psychology, her PhD focused on temporary housing and the relation of the dweller’s meanings and activities with their dwelling, towards developing a home-design ‘tool’ for architects.
Drawing on her background at the intersection of research and practice, Marjolein offers consulting on user-focused, evidence-based architecture. Marjolein’s research is grounded on scientific methods drawn from environmental psychology, including both qualitative and quantitative approaches.