Þriðjudagsfyrirlestur-Steypa í arkitektúr
Þriðjudaginn 7. desember munu Studio Grandi, Steve Christer FAÍ og Margrét Harðardóttir FAÍ og Ólafur H. Wallevik dr. í byggingarverkfræði og sérfræðingur í steinsteypu halda kynningu á steypu í arkitektúr.
Studio Granda þarf vart að kynna en þau hafa undanfarna áratugi hannað fjölda opinbera bygginga eins og ráðhúsið, hæstarétt og nú nýja byggingu fyrir Alþingi sem og byggingar fyrir einkaaðila. Þau hafa frá upphafi unnið með steinsteypu í sínum verkum á skapandi máta.
Ólafur er fyrrum forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Ólafur hefur innleitt nýjar og byltingarkenndar aðferðir við hönnun steinsteypu þar sem hann hefur lagt mikla áherslu á notkun seigjufræðilegra aðferða og þróað ýmiskonar mælitæki sem eru í notkun um allan heim. Hann hefur tekið virkan þátt á alþjóðlegum vettvangi í þróun steinsteypu í átt að sterkara, fjölhæfara og vistvænna byggingarefni.
Þetta er þriðji þriðjudagsfyrirlestur vetrarins og jafnframt sá síðasti á þessu ári.
Hvar: Fenjamýri, Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 7. desember kl. 20.30