Tíu hönnuðir hljóta listamannalaun 2023
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 50 mánuðum til 10 hönnuða. Alls bárust 55 umsóknir og sótt um 424 mánuði. Hanna Dís Whitehead, Helga Lilja Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Úlfarsson og Katrín Alda Rafnsdóttir eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta listamannalaun hönnuða á næsta ári.
1600 mánaðarlaun úr sex launasjóðum voru til úthlutunar listamannalauna 2023. 1083 umsækjendur sóttu um, þar af 972 einstaklingar og 111 sviðslistahópar. Í heild var sótt um rúmlega tíu þúsund mánuði en 236 listamenn fá úthlutun.
Starfslaun listamanna verða 507.500 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum næsta árs og eru það verktakagreiðslur.
Hér má sjá lista yfir þá hönnuði sem hlutu listamannalaun 2023
12 mánuðir
- Hanna Dís Whitehead
6 mánuðir
- Arnar Már Jónsson
- Helga Lilja Magnúsdóttir
- James Thomas Merry
5 mánuðir
- Ýr Jóhannsdóttir
3 mánuðir
- Birta Rós Brynjólfsdóttir
- Björn Steinar Blumenstein
- Guðmundur Ingi Úlfarsson
- Hrefna Sigurðardóttir
- Katrín Alda Rafnsdóttir
Hér má lesa heildarlista yfir þá listamenn sem hljóta listamannalaun 2023.