11 hönnuðir hljóta listamannalaun 2025
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum og úthlutuðu 56 mánuðum til 11 hönnuða. Alls bárust 67 umsóknir og sótt var um 520 mánuði. Sigmundur Páll Freysteinsson, Íris Indriðadóttir og Arnar Már Jónsson eru meðal þeirra hönnuða sem hljóta starfslaun hönnuða árið 2025.
Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1720 mánaðarlaun úr sex launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Fjöldi umsækjenda var 1.339 þar af 1.223 einstaklingar og 116 sviðslistahópar. Sótt var um 11.988 mánuði þar af 1.611 mánuði innan sviðslistahópa. Úthlutun fær 251 listamaður.
Hér má sjá lista yfir þá hönnuði sem hljóta listamannalaun 2025:
8 mánuðir
Birta Fróðadóttir
6 mánuðir
Arnar Már Jónsson
Auður Gná Ingvarsdóttir
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Sæunn Huld Þórðardóttir
5 mánuðir
Antonía Bergþórsdóttir
Sigmundur Páll Freysteinsson
Signý Þórhallsdóttir
3 mánuðir
Guðmundur Magnússon
Íris Indriðadóttir
Signý Jónsdóttir