Að hanna með náttúrunni - málþing í New York 5. september
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Bláa Lónið og Parsons School of Design, stendur fyrir málþingi í New York fimmtudaginn 5. september um hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár. Getum við hannað samband okkar við náttúruna?
Heimurinn og náttúran hafa rækilega minnt á sig síðustu ár: hrun fjármálamarkaða, gos í Eyjafjallajökli, heimsfaraldur og nú jarðhræringar á Reykjanesi. Hröð aðlögunarhæfni hefur haft úrslitaáhrif á afkomu og þar fær framkvæmdakrafturinn, andi samfélagsins, svo sannarlega að skína þar sem bjartsýni og skapandi hugsun leika lykilhlutverk.
Viðburðurinn fer fram í Scandinavian House, Volvo Hall, 58 Park Ave í New York fimmtudaginn 5. september milli kl. 16 - 18.
Um er að ræða viðburð með örerindum og pallborðsumræðum. Öll velkomin.
Heiðursgestur er Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fundarstjóri er Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Þeir sem koma fram eru:
- Sigurður Þorsteinsson, yfirmaður vörumerkja, markaðs-, hönnunar- og byggingarsviðs hjá Bláa Lóninu, sem talar um hönnun þegar aðstæður eru síbreytilegar.
- Robert Kirkbride, prófessor, arkitektúr og vöruhönnun og Yvette Chaparro, aðstoðarprófessor í vöru- og iðnaðarhönnun, Parsons School of Design, um að skapa hönnunarlausnir við náttúruhamförum.
- Arnhildur Pálmadóttir, eigandi s.ap arkitekta og Lendager á Íslandi, talar um verkefni sitt Lavaforming.
Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður sem Halla Helgadóttir stýrir.
Hönnun hefur verið hornsteinn Bláa Lónsins frá upphafi. Sú hugsun hefur hjálpað þeim að læra af hverjum atburði og nýta þá þekkingu þegar á þarf að halda. Á sama tíma hefur Bláa Lónið unnið að því að skilgreina nýjar leiðir til samveru með náttúrunni. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda þar sem náttúran er ómissandi þáttur í allri starfsemi. Þessi þekking og virðing þýðir að það er mikil þörf fyrir að vinna með náttúrunni og finna leiðir fram á við í sátt við náttúruna.
Markmið þessa viðburðar er að koma umræðunni um neyðarhönnun og stefnumiðaða hönnunarhugsun á dagskrá og miðla þekkingu um hlutverk hönnunar á óvissutímum
Viðburðurinn er haldin í tengslum við Taste of Iceland í New York.