Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands 2025

Boðað er til aðalfundar Baklands Listaháskóla Íslands, þriðjudaginn 6. maí n.k. frá 17 - 18.30 í Hannesarholti.
Markmið Baklandsins er að efla og styrkja Listaháskóla Íslands (LHÍ), tryggja tengsl skólans við listamenn, menningarstofnanir og atvinnulíf og stuðla að faglegri umfjöllun um listir og samfélag. Bakland kýs þrjá af fimm stjórnarmönnum Listaháskóla Íslands og hefur jafnframt það hlutverk að móta sér stefnu og markmið til stuðnings við starfsemi LHÍ á hverjum tíma.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Baklandsins, þ.m.t. kynning í vali á fulltrúa í stjónr LHÍ.
3. Ársreikningar Baklandsins lagðir fram.
4. Kosning í stjórn Baklandsins til næstu þriggja ára skv. 9. grein samþykkta fyrir Baklandið.
5. Ákvörðun árgjalds.
6. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara.
7. Önnur mál
8. Fundi slitið
Léttar veitingar verða í boði að fundi loknum.