Á bakvið við vöruna - Gunnar Hilmarsson hjá Kormáki&Skildi

11. desember 2020

Í þáttunum Á bakvið vöruna er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Hér er í öðru myndbandi seríunnar er talað við Gunnar Hilmarsson, fatahönnuð hjá Kormáki og Skildi.

Annað myndbandið fjallar um vörumerkið Kormák & Skjöld. Viðmælandi er hönnuðurinn Gunni Hilmarsson. Kormákur & Skjöldur hefur starfað í 25 ár og verið eitt af leiðandi herramerkjum Íslands. Hingað til hefur fatamerkið verið þekkt fyrir klassískan herrafatnað en undanfarin ár hefur Kormákur & Skjöldur sótt í sig veðrið hvað varðar í nýsköpun og þeim hefur tekist að búa til tweed efni sem er alfarið unnið úr íslenskri ull. 

Verkefnið Á bakvið við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar.

Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.

Dagsetning
11. desember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun