Hvar kaupum við íslenska hönnun?

10. desember 2020

Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.

Með þessari síðu vill Miðstöð hönnunar og arkitektúrs einfalda leit að íslenskum hönnunarvörur með því að hafa allt á einum stað. Listinn er í stöðugri þróun og hvetjum við þá sem selja íslenska hönnun og vilja vera á þessum lista að senda okkur línu á info@honnunarmidstod.is.

Á þessum tíma árs er kjörið að kynna sér grósku og fjölbreytt og gott úrval íslenskrar hönnunar.

Dagsetning
10. desember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Íslensk hönnun
  • Fagfélög